19.4.2007 | 14:26
Nyir vinir a hverjum degi
Nu er eg a leidinni fra Pai. Fer til Laos en ferdalgid tekur ruma 2 daga thar sem eg mun ferdast med svokolludum slow Boat.
I Pai eignast madur nyja vini a hverjum degi. Fyrstu vinirnir minir her voru ensku drengirnir sem eg nefndi adur en eg filadi tha ekki aveg nogu vel svo eg kynntist Israelsku stelpunum i kofanum vid hlidina a minum. Thaer heit Yulia og Anna og eru systur af russneskum-gydinga aettum. Algjorlga frabaerlega skemmtilegar stelpur, klarar og fyndnar. Eg vardi 3 dogum med theim her og svo forum vid saman til Mae Hong Son. Thaer foru svo til Canchanaburi og eg aftur hingad til ad hitta a Phil og chilla i thessum fina bae.
Thegar eg kom til baka eignadist eg mjog skemmtilega vini fra Nyja Sjalandi, Kiwi eins og their kynntu sig. Their eru i kvold ad fara med sama bati og eg. Gott ad hafa nog af godum felagsskap a haega batnum! Annar theirra eignadist taelenska kaerustu a odrum degi her og su var ad ferdast med vini sinum Om sem er LadyBoy! Eg fekk thvi ad kynnast einum slikum. Thad ma finna myndir ad ollu thessu folki her: http://www.flickr.com/photos/gudrunasta/
Svo kynntist eg lika nokkud vel parinu vid hlidina a mer i nyja kofanum minum. Thau heita Enna og Ofer og eru fra Hollandi og Israel... prima lid!
Uuups verd ad fara ...
bless
Gunna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.4.2007 | 09:38
Rock & roll
Nu er eg stodd i afar huggulegri smaborg/bae sem heitir Pai. Mikil hippastemning, menn med dredda ad spila a gitar uti a gotu og allir mjog afslappadir og vinalegir. Reyndar er eg nu bara buin ad vera her i 5 tima, en thetta er svona thad fyrsta sem eg se og upplifi her og verd eg ad segja ad mer likar vel. Hlakka barasta til ad verja her naestu 2-3 dogum.
Eg var agalega hrifin ad setjast nidur a litluverondina a bamboo-bungalownum minum. Sat thar og horfdi yfir ana a fjollin og for i nettan utilegufiling. Skrifadi ykkur heima nokkur kort og for svo ad arka um baeinn med nyju bestu vinum minum. Thad eru 4 enskir strakar sem eg kynntist i minibusnum a leidinni hingad fra Chiang Mai. Vid fengum okkur ad borda og eg stokk svo inn a thetta internetkaffihus til ad skrifa blog, thvi bloggid sem eg skrifadi i gaer hvarf thegar eg aetladi a vista thad og birta!
Aron, Barek, Harry og Lloyd (sem heitir i raun Sam!) foru ad versla vatnsbyssur thvi her er allt um kolla ad keyra. Songkran hatidin er um thad bil ad ganga i gard i Thailandi, tha fagna menn nyju ari, 2051!. Her i nordrinu thjofstarta menn og hatidin er hafin med latum. Hatidarholdin einkennast af vatsgusum sem menn skvetta fjalglega a gesti og gangandi... alla sem verda a vegi theirra. Thad er audvitad bara hressandi i thessum hita sem er naer obaerilegur her inn a milli fjallanna.
Eftir ad eg klaradi kofunarnamskeidid a Koh Tao vard eg mjog lasinn. Vid Phil ferdudumst saman til Bkk og eg tok mer 3 daga i ad jafna mig og safna kroftum. Tok svo naetur rutuna tilChiang Mai. I rutunni kznntist eg tveimur donskum stelpum.
Sem eg akvad ad fara i thriggja daga trekkingtour med. Thad var mjog skemmtilegt og var litli 8 manna hopurinn okkar frabaer. I honum voru auk okkar vikinganna thriggja ensk jafnaldra min, Koreskt par, Japonsk kona og Egzptinn Hassan. Sa sidast nefndi vard astfanginn af mer, thad var rezndar thess vegna sem hann for i turinn til ad bzrja med. Thetta gerdi ferdina stundum svolitid othaegilega fzrir mig og eg fekk hrikalega mikinn bommer thegar vid kvoddumst. Thad er ekki gaman ad saera folk tho thad se audvitad ekki mer ad kenna ad hann hafi ordid eitthvad skotinn grezid, en hann var ferlega sar. Turinn sjalfur var samt mjog skemmtilegur og vid fengum ad sja margt fallegt og ahugavert. Ferdudumst lika a filsbaki, eg og Anne Dorthe vorum a staersta filnum. Pabbanum i filafjolskzldunni, sem vid gafum nafnid Willie eftir ad ferdafelagar okkar raku augun i fimmta (fot)legginn sem strauk jordina thegar vel la a Willie. Vid forum lika a bamboo flekum nidur a. Drengurinn sem sa um flekann minn, vid vorum 3 saman a fleka auk hans, var mikid hrekkju svin og skvetti a okkur vatni vid hvert taekifaeri. Nu, eg laet ekki hrekkja mig an thess ad svara i somu mznt. Til ad gera langa sogu stutta get eg bara sagt ad eg thurfti minnst fimm sinnum ad sznda aftur ad flekanum og hifa mig aftur um bord!
Vid donsku stelpurnar og hin enksa Louise vorum svo saman i Chiang Mai i tvo daga eftir gonguna en eg kvaddi thaer svo allar i gaerkvoldi.
En nu er eg sum se i Pai i god zfirlaeti og aetla ad fara ad taka thatt i hatidarholdunum. Bolurinn min og buxurnar eru thornud en eg fekk ansi vaena gusu zfir mig a leidinni i hadegismatinn.
Bestu kv.
Gunna
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.4.2007 | 06:47
Nyjar myndir
var ad setja inn fullt af myndum.
Blogga bradum...
verd ad drifa mig ad na rutunni til Chiang Mai
Vona ad thid hafid thad gott i paskafriinu!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.3.2007 | 11:24
Ad anda i vatni...
Elsku vinir minir,
eg er nuna stodd a Koh Tao sem er sannarlega paradis a jordu.
Fyrsta kvoldid mitt her sa eg fegursta solsetur sem eg hef upplifad. Solin skin og i sjonum synda litrikir fiskar um otruleg koralrif.
Eg byrjadi a kofunarnamskeidi i dag. Mjog skemmtilegt. Eg vard samt pinu hraedd thegar eg sa fisk a staerd vid mig sjalfa nalgast mig. Hann hlytur ad hafa verid hraeddari vid mig en eg vid hann, thvi hann synti fljotlega i burtu. Vid gerdum allskyns aefingar, eins og ad taka af okkur grimuna og setja hana a aftur ofan i sjonum, taka af okkur BCD (vestid og tankinn) i vatninu. Fer aftur a morgun og laeri meira.
Annars vildi eg adallega benda ykkur a nokkrar myndir ur ferdinni sem eru inna myndasidunni hans Phil. Slodin er her.
://picasaweb.google.com/philclaffey
Hjartas kvedjur Gunna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.3.2007 | 08:44
Lidur svo vel
I gaer var mer sagt ad thad vaeri an efa kominn timi a annad blogg. Thar sem eg er mjog hlydin ung stulka tha sit eg nu fyrir framan thessa ur ser gengu vel og skrifa ykkur a lyklabord sem er liklega ekki mikid yngra en eg. Sma ykjur, jaja.
Eg hef thad annars bara mjog gott. Eigilega alveg otrulega gott, er svo roleg og afsloppud. Bara glod.
Eg var i viku a Koh Samui, sem er i sjalfu ser ekkert spes eyja en eg fekk fritt husnaedi svo eg kvarta ekki. Enn fremur kynnist madur ahugaverdu folki med thvi ad bua svona inna folki sem hefur att heima a eynni i nokkur ar. Thessi madur heitir Martyn Goodacre og er aesku vinur Phils, vinar mins. Martyn er ljosmyndari og thid gaetud kannast vid eitthvad af myndunum hans, thaer ma sja a thessari sidu sem Phil gerdi fyrir hann.
Eg skemmti mer annars bara konunglega. For i magnada gonguferd upp med fossi sem eg man ekki hvad heitir. Eg svitnadi meir en nokkru sinni fyrr a aevinni og var svo himinlifandi ad koma a toppin thar sem var glaesileg nattturuleg laug. Thad var yndislegt ad stokkva uti og lata sig svo bara fljota og horfa a risa kongulaernar i trjanum fyrir ofan mann.
Nu svo tokst mer ad verda full thegar vid kiktum i heimsokn til Gorene og Sylviu. Thaer eru astkonur a fimmtugsaldri og hin Austurriska Sylvia var hord a thvi ad eg yrdi ad drekka taelenskan snafs, sem var saetari en candyfloss a medan adrir ymist drukku bjor eda reyktu jonur eftir smekk. Thetta var reyndar mjog skemmtileg heimsokn, mikid hlegid og skrafad. Eg fekk samt sma heimthra og hringdi i greyid Elvu mina, sem hefur ekki vitad hvadan a sig stod vedrid. Mikid var nu lika gott ad heyra i henni hljodid.
Svo for eg a strondina og skodadi lika risa Budda styttu. Snorkladi i fyrsta skipti og for i party a rosalega tilkomumiklu hoteli, thar sem var frabaer sundlaug. Verd ad segja folki personulega fra thvi sem gerdist i thessu partyi thegar eg kem heim. Humhum.
Annars er eg nu a Koh Pha Ngan sem er algjor paradis. Fer hedan i kvold og er ferdinni heitid til Burma og svo nordur til Chaing Mai. Eitthvad a tha leid alla vega.
Takk elsku Hera og Elva fyrir kvedjurnar og otrulega gaman ad heyra fra ther Heida. Endilega allir ad kommenta thvi mer finnst svo gaman ad fa kvedjur.
Og myndir... myndavelin er onyt, verd ad finna eitthvad ut ur thessu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.3.2007 | 13:47
Bangkok
Heil og sael kaeru vinir,
eg var svo heppin ad fa undir mig heila saetarod hja EVA air a leidinni hingad. Eg gat thvi sofid eins og litid sakaust barn godan part af leidinni. Sem var nausynlegt eftir tiu tima stopp i London og upprisu a mjog okristilegum tima a sunnudaginn. Vil koma her a framfaeri thokkum til Kristins fyrir skutlid ut a flugvoll.
Eg kom Bangkok minna urvinda en eg hafdi sjalf buist vid, en hitinn vatt svo sem ur manni tha orku sem eftir var i kroppnum. Her er um 35-38 stiga hiti a degi hverjum,gladasolskin og...umh, blida. Reyndar finnst mer svo sem ekki svo blitt og ljuft af vera i thessu hita en folkid her er ad sonnu blitt a manninn. Eg villist ad medaltali 10 sinnum a dag, ed tel mig tynda, en tha er ekki annad en ad taka upp kortid og fyrr en varir er hjalpfus taelendingur farinn ad visa manni veginn. Reyndar eru lika margir sturladir TukTuk okumenn sem olmir vilja bara skutla manni fyrir 100 baht. Eg hef enn ekki thegid slikt. Hef hins vegar nytt mer flesta adra ferda kosti sem Bangkok bydur uppa. Eg hef nokkrum sinnum tekid straeto (sem til samanburdar kostar 7bht=14 kr.), farid med bati og skytrain.
Eg for i dag i Listasafn Taelands. Kom nokkud a ovart ad thar voru til synis nokkur verk eftir Erro kallinn. Eins voru verk eftir konunginn og forvera hans upp um alla veggi. Mikid af verkum thar sem umfjollunarefnid var Buddah, taelenskar thjodsogur eda thviumlikt. Margt mjog ahugavert. Mer fannst mest koma til verka ur nyafstadinni keppni sem er haldinn a vegum konungsins. Mjog olik verk, malverk og skulpturar, flest voru tho eins konar lofsongur um konunginn (father, virdist hann kalladur, liklega sbr. landsfadir.), landid og hinn einfalda gamla lifsmata. Minnti mig pinulitid a thegar nemendur skrifa ritgerd um eitthvad sem their vita ad kennarinn filar.
A laugardaginn fer eg til Koh Samui. Onnur plon eru ekki komin a thessa ferd.
Eg vona ad ykkur lidi ollum vel.
Bestu kv.
Gunna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.3.2007 | 19:49
Þá er komið að því
Elsku Gunni og Soffía og hinir sem kunna að rata hingað hinn,
nú er ekki nema einn og hálfur sólarhringur þar til ég legg upp í langferð mína. Ég verð ein á ferð, sem var reyndar ekki planið þegar farmiðinn var keyptur en það mun ekki koma að sök.
Ég byrja á því að fljúga til London og þar sem enn verða 10 tímar í flugið til Bangkok, þegar ég lendi í Englandi, þá ætla ég að fara inn í borgina. Ég á stefnumót við vini mína, Marysu og Dave, og eru þau búin að skipuleggja góða dagskrá fyrir þennan sunnudag.
Ég kvíði 11 og hálfs tíma flugi til Bangkok svolítið. Ég á ekki svo gott með að sitja lengi kyrr. Ég hef hins vegar með mér alls kyns meðöl við leiðindum. Bækur um fyrirheitna landið ber þar helst að nefna. Ég luma þó einnig á pillum sem eiga að hjálpa mér að sofna, sem er nauðsynlegt því ég get sjaldnast fest svefn í farartækjum.
Ég er svo heppin að mín bíður móttökunefnd í Bangkok. Jæja, móttökunefnd er líklega ýkjur. Einn maður verður seint kallaður nefnd, eðlilegra að tala um móttökufulltrúa. Ég veit svo ekki alveg hvað tekur við eftir að ég mæti fulltrúanum, finnst sennilegt að stefnt verði beint á hótelið og í ljúfan svefn. En þið fáið líklega að heyra allt um það seinna.
Dagskráin fram að brottför en nú nokkuð þéttskipuð en það er bara gaman.
Fleira hef ég svo sem ekki að segja í bili... enda bæld og fámál kona að eðlisfari.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.1.2007 | 22:26
Ég fer í fríið
Jújú Soffía, það er löngu kominn tími á blogg.
Ég er búin að kaupa farmiða. Ég flýg til Bangkok 4. mars og kem aldrei til baka.... eða kannski kem ég í maí, til að halda uppá afmælið mitt, en þú verður þá að baka köku.
Ég fer ein til útlandanna. Ég er svolítið hrædd við það en veit að þetta er eitthvað sem ég verð að gera og mun læra heilmikið á. Ég er ekki búin að gera mikil ferðaplön en ætla að skoða mig eitthvað um í Tælandi og líklega líka Kambódíu og Víetnam. Svo ætla ég að heimsækja Soffíu í Taiwan. Einu smáatriðin sem eru komin á planið eru að ég ætla að fara í nudd og ég ætla að prófa að kafa. Vonandi losna ég líka við exemisógeðið.
Þetta með köfunina er mikil áskorun fyrir mig því ég er hrædd við dýpi hafsins. Ég er sannfærð um að hákarlar munu éta mig eða risakolkrabbi fangi mig og búi mér vota gröf. Þessi för snýst hins vegar öll um að ég horfast í augu við ótta minn og er þetta mikilvægur hluti af því.
Ég mann ekkert fleira að segja því ég er þreytt og langar heim og svo er ég meira gefin fyrir bein samskipti en svona bloggedíbloggraus. Þeir sem kæra sig um meiri upplýsingar er kvattir til að hafa samband í síma eða í gegnum tölvupóst gunnamin@googlemail.com
Computer beem me out.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.12.2006 | 21:05
Tjón og jól
Ástæðan fyrir því að ekkert hefur spurst til mín á þessum vettvangi er sú að tölvan mín hefur sungið sitt síðasta. Hún var ekki það eina sem klikkaði, síminn minn dó líka en það reyndist tiltölulega auðvelt að ráða bót á því. Erfiðara að komast yfir nýja tölvu, nema eitthvert ykkar þekki mann sem þekki mann sem... Svo var hjólinu mínu stolið en það er svo sem ekki svo mikill missir af þeim garmi.
Þessi ólukka virðist elta fleiri en mig því hrærivélin hennar mömmu bilaði um daginn í miðjum jólabakstinum og þótti kerlu það heldur bagalegt. Sagðist ekki trúa því að hún ætlaði að fara að bregðast sér núna eftir 30 ára dygga þjónustu. Við sátum systurnar, Sigga og ég, ásamt Mikka inní eldhúsi hjá ömmu þar sem hún bauð uppá smákökur úr hnoðuðu deigi, því ekkert var hægt að hræra. Við föndruðum jólakort og rifjuðum upp gömul jól, Mikki þagði, upptekinn við að reyna að losa fingurna sem hann var búinn að líma saman og festa á kort. Svo kom þögn á meðan englarnir flugu yfir og þegar þeir voru farnir framhjá dæsti mamm og sagði: Já, ég trúi ekki að Helvítis vélin skyldi klikka. Þá fyrst heyrist í Mikka: Amma þó maður má ekki segja klikkað! Ekkert hafði sunnudagaskóladrengurinn (sem vill bara láta syngja drottinn er minn hirðir fyrir sig fyrir svefninn) við það að athuga að amma hans segði helvítis.
Þess má geta að þetta sama kvöld fórum við systur á Vivaldi tónleika í F&H-kirkju og Ísold var boðið með sem þýddi að litla dýrið vildi líka koma. Við reyndum að tala um fyrir honum en hann var harðákveðinn. Eftir klukkutímalanga tónleikana, sem börnin bæði dottuðu yfir, spurðum við systur þau svo hvernig þau hefðu skemmt sér. Ísold sagði þá hafa verið góða en fulllanga. Mikki sagði bara um þessa hátíðlegu Kristilegu tónleika: Jújú, mér fannst þeir bara DJÖFULLI skemmtilegir.
Nóg um það. Jólaundirbúningurinn á fullu. Nei nei svo sem ekki. Ég er búin að föndra jólakortin en nenni ekki að skrifa þau og finna heimilisföngin sem mig vantar. Þið megið endilega senda mér þau bara í smsi. Ég er búin að versla tvær gjafir en gerði það reyndar um miðjan nóvember og hef ekki hugsað um gjafakaup síðan. Svo minn jólaundirbúningur hingað til felst fyrst og fremst í því að háma í mig hnoðdeigs-smákökurnar hennar mömmu, eftir vinnu. Svo föndra ég auðvitað heil ósköp með börnunum í vinnunni.
Jæja, ég má ekki tefja þess lánstölvu lengur.
Kv. Gunna
P.s. Risa knús til Soffíu sem ég held örugglega að sé eina manneskjan sem les þetta.
Bloggar | Breytt 14.12.2006 kl. 22:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.10.2006 | 17:23
Helgi, já takk!
Mér finnst þessi vika hafa liðið óvenju hægt og ég er svo þreytt. Veikindi í vinnunni þýðir aukið álag og þegar vont veður bætist þar ofan á verður maður enn þreyttari. Samt alltaf gaman í vinnunni minni =D
Plan fyrir helgina liggur fyrir og er það ekki af verri endanum. Er á leiðinni í heimsókn til mömmu. Fer svo að hitta vinkonu mína á kaffihúsi og snemma heim að sofa því ég er orðin svo gömul. Þreytt eftir erfiða viku og taumlaust útstáelsi síðustu helgi. Mæti svo í Kiirtan og hugleiðslu á Hljómalind klukkan 10 á morgun, öllum velkomið að taka þátt. Þar verða síðan bakaðar lummur og ef ég þekki liðið rétt verður talað mikið og hátt um mikilvæg málefni. Farið öfganna á milli úr hugleiðslu og slökun í hápólitískar umræður og hitamál. Svo ætla ég að spóka mig aðeins í bænum áður en ég bruna uppí sveit.
Í sveitinni á að slaka á, spila, spjalla og sofa. Það er allavega mitt plan. Annars var ég að frétta að fræg fjallageit verði með í för, en ég hugsa að ég afþakki bara pent ef hún býður mér með í gönguferð. Jafnvel að hugsa um að beita lúmskum brögðum eins og að taka bara með mér sandala og kínaskó. Þarf aðeins að hugsa þetta.
Ég vona að þið öll hafið það gott, skemmtið ykkur vel og sofið nóg um helgina!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)