31.8.2008 | 20:58
Að ári
Það er meira en ár síðan ég skrifaði síðast á þessa síðu.
Síðan þá hafa Reykvíkingar bætt þremur brogarstjórum á launaskrána. En nóg um það.
Mig langaði eigilega bara að skrifa um geitunga. Ég varð svo tilfinnanlega vör við að það væri komið haust núna um helgina. Ekki bara það að veðrið hafi veri miður skaplegt heldur koma nú geitungar inn um svefnherbergisgluggann minn í hrönnum til þess að deyja. Mér finnst það dálítið fallegt. Að þeir skuli velja einmitt þennan glugga, sem vís út að einni mestu umferðargötu borgarinnar, til þess að syngja stitt síðasta. Eða suða sitt síðsta. Ég tek þessu sem miklum virðingar votti og lít eigilega á mig sem Fluguhöfðingja eða Guð.
Þetta er líka fín gluggakista fyrir flugur að drepast í. Í kistunni er fyrir reykelsi og froska-stytta. Táknrænt og fagurt við umferðarniðinn.
Athugasemdir
Sé þennan geitungakirkjugarð fyrir mér í slowmotion með sorglega fiðlutónlist undir. Flott stemning. Velkomin aftur :)
Lárus Gabríel Guðmundsson, 1.9.2008 kl. 22:15
takk :)
kannski ég finni viðeigandi tónlist fyrir greyin.
Guðrún Ásta Tryggvadóttir, 2.9.2008 kl. 19:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.