Helgi, já takk!

Mér finnst þessi vika hafa liðið óvenju hægt og ég er svo þreytt. Veikindi í vinnunni þýðir aukið álag og þegar vont veður bætist þar ofan á verður maður enn þreyttari. Samt alltaf gaman í vinnunni minni =D

Plan fyrir helgina liggur fyrir og er það ekki af verri endanum. Er á leiðinni í heimsókn til mömmu. Fer svo að hitta vinkonu mína á kaffihúsi og snemma heim að sofa því ég er orðin svo gömul. Þreytt eftir erfiða viku og taumlaust útstáelsi síðustu helgi. Mæti svo í Kiirtan og hugleiðslu á Hljómalind klukkan 10 á morgun, öllum velkomið að taka þátt. Þar verða síðan bakaðar lummur og ef ég þekki liðið rétt verður talað mikið og hátt um mikilvæg málefni. Farið öfganna á milli úr hugleiðslu og slökun í hápólitískar umræður og hitamál. Svo ætla ég að spóka mig aðeins í bænum áður en ég bruna uppí sveit. 

Í sveitinni á að slaka á, spila, spjalla og sofa. Það er allavega mitt plan. Annars var ég að frétta að fræg fjallageit verði með í för, en ég hugsa að ég afþakki bara pent ef hún býður mér með í gönguferð. Jafnvel að hugsa um að beita lúmskum brögðum eins og að taka bara með mér sandala og kínaskó. Þarf aðeins að hugsa þetta. 

Ég vona að þið öll hafið það gott, skemmtið ykkur vel og sofið nóg um helgina! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi vika leið svo hratt hjá mér, jeminn.
Góða skemmtun um helgina.

Gunnar Geir (IP-tala skráð) 28.10.2006 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband