Airwaves

Ég er ein af þeim sem fór á Airwaves. Mikið var bærinn lifandi og skemmtilegur þessa löngu- helgi. Mér fannst allir vera með bros á vör, hvort sem fólk var að taka þátt í hátíðinni, kíkja á off-venue gigg eða bara á vappi í bænum. 

Það sem mér finnst standa uppúr er hvað það er nú til mikið af flottu tónlistarfólki á þessu litla skeri. Það er til slatti af arfaslöku liði líka, en mér tókst að sjá nánast bara flott lið. Lay Low og Pétur Ben voru bæði frábær. Ég sá Pétur meira að segja tvisvar. Annað skiptið í Listasafninu með bandi og það var mjög flott og krafmikið. Síðan sá ég hann á Dillon, einan með gítarinn og það var mjög flott. Hann hefur mikinn sjarma, flotta rödd og ég fíla tónlistina hans. 

Ég heyrði líka Jóhann Jóhannsson  í Fríkirkjunni og voru það mjög fallegir tónleikar. Það náðist mjög falleg stemmning og ég sveif í burtu inní ævintýraheim með tónunum hans. 

Leaves var ég að sjá í fyrsta skipti á tónleikum og líkaði vel. Flottir á svið og þéttir.

Ég skemmti mér líka konunglega á Kaiser Chiefs. Hvað einn maður getur hoppað og sungið!!! Þvílíkt stuð og ekki verra að geta gaulað með. Eins var ótrúlega gaman að sjá The Whitest Boy Alive, einkum hafandi verið Kings of Convenience aðdáandi. 

Þetta var nú svona það helsta að ég held.

Mér fannst líka mjög gaman að hitta Marysu sem er vinkona mín af MySpace sem ég hef verið í bréfaskrifum við sl. mánuð eða svo. Hún kom á hátíðina með Dave, manninum sínum, og þau eru indælasta fólk sem ég hef hitt! Ég hitti þau á JJ tónleikunum í Fríkirkjunni og við fórum svo á Næstu Grös að borða dýrindismáltíð. Það var reglulega gaman og hressandi að spjalla við þau um heima og geima. Ég vona innilega að við eigum eftir að hittast aftur því við vorum svo langt frá því að vera uppiskroppa með umræðuefni.

Lillý var minn félagi á Airwaves og gekk okkur merkilega vel að koma okkur saman um hvert skyldi haldið og á hvað skyldi hlusta. Maður er ekki fátækur á meðan maður á eins frábæra vinkonu og Lillý. Við héngum líka mikið með Beggu og Ísgerði og var það nú ekki félagsskapur af verri endanum. Þessar þrjár dömur voru sko bara til að gera góða hátíð frábæra og kann ég þeim bestu þakkir fyrir =D

Yfir og út

Gunna 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta hljómar sem alveg frábær helgi enda ert þú frábær manneskja. við verðum að fara að hittast fljótt:)

hera (IP-tala skráð) 24.10.2006 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband