1.10.2006 | 22:47
Börn
Sá myndina hans Ragnars Bragasonar, Börn, áðan.
Þetta er án efa best leikna íslenska kvikmyndin sem ég hef séð og alveg með þeim bestu leiknu yfirleitt. Mér fannst hún líka áleitin efnislega og á tímabili þá langaði mig að labba út, var ekki að treysta mér í svona tilfinningahark eftir nokkuð dramatískan dag í eigin lífi. Mig vantar sárlega að ræða þessa mynd svo endilega látið mig vita hvað ykkur fannst. Má ræða þetta yfir kaffibolla á næstu dögum. Gæti reyndar trúað við Anna Björk ræðum þetta aðeins í fyrramálið í heitapottinum. En hún er alltaf búin að ræða málin svo mikið við Magnús og komin svo djúpt í pælinguna að ég hljóma hálf kjánalega.
Ég fór líka í smá bíltúr í dag og gerði smá djók í Sunnu og Einari og vinum þeirra. Setti kjánalegan miða á bílinn þeirra. Veit ekki hvort þau hafi fattað þetta en er smá stressuð yfir að hafa ekkert heyrt í þeim. Á miðanum stóð:
I really like ur car!
It's so cool.
Call me
xox
69? ????
(símanúmerið hennar Sunnu)
Mér og meðsekum fannst þetta allavega ótrúlega fyndið. Svo var farið á Sægreifann og etin Humarsúpa og grillaður Skósóli eða Sólkoli eða einhver fiskur með álíka undarlegu nafni. Þetta var herramanns matur og umhverfið sérdeilis skemmtilegt. Ég mæli með því við hvern þann sem ekki hefur prófað að fá sér að eta þarna.
Friður sé með yður
Gunna
Athugasemdir
Heheheh góður djókur! Var Sunna ekki hress með þetta? Annars hef ég nú bara ekki séð myndina og ekki beinlínis á leiðinni í bíó á næstunni svo ég verð að litlu liði við að greina myndina eitthvað....
Elva Dröfn Adolfsdóttir, 2.10.2006 kl. 23:13
Mig langar mikið á þessa mynd og hefur langað lengi. Nú er auðvitað kvikmyndahátíð í gangi til að koma í veg fyrir að maður sjái börnin.
Góður djókur, sniðug ertu.
GGP
Gunnar Geir (IP-tala skráð) 5.10.2006 kl. 21:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.