10.9.2006 | 01:12
Elli kerling
Ég held að ég hafi verið að finna fyrsta gráa hárið í hausnum á mér. Ég er nú ekkert hrikalega hrærð yfir þessum fundi. Finnst það samt svoltíð óréttlátt að ég sé farin að grána þó ég sé enn að kreista unglingabólur.
Mér er sagt að föðuramma mín hafi nánast ekkert verið farin að grána þegar hún lést rúmlega níræð að aldri. Ég hef greinilega ekki erft þessi góðu gen, þó ég að örðu leiti hafa fengið útlitið þaðan. Til að mynda skökku tennurnar og óeðlilega löngu tærnar. Ég get þó ekki sakast við móður mína því ég man ekki eftir að hún hafi verið með eitt einasta grátt hár fyrr en vel eftir fimmtugt. Ég verð því að draga þá ályktun að líferni mitt orsaki þessi ótímabæru öldrunar einkenni. Nema auðvitað að allt þetta tal sé út af engu og þetta eina hár hafi hreinlega upplitast í klórnum í Vesturbæjarlauginni.
Athugasemdir
Kanski að þú ættir að hringja í Ingva og sjá hvort hann eigi ekki eitthvað gott stuff til að fela þetta.
Gunnar Geir (IP-tala skráð) 11.9.2006 kl. 09:05
Ég held að viskan sé að brjótast út
Lynja
Lynja (IP-tala skráð) 12.9.2006 kl. 08:11
Þú veist að gáfaðasta fólkið gránar fyrst! Það er a.m.k. gömul hjátrú. Sem gott dæmi um gáfaða fólkið þá byrjaði ég að grána fyrir 3 árum síðan! Hvað segir það okkur?! (ekki svara þessu híhí)
Hafðu það ofsa gott molinn minn, förum nú að hittast aftur á kaffihúsi :)
Knús Sara Hrund gáfaða!
Sara Hrund (IP-tala skráð) 15.9.2006 kl. 19:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.