12.8.2006 | 20:33
Kertafleyting
Fór með Önnu og Magnúsi niður að Tjörn á miðvikudaginn. Þar var verið að fleyta kertum til að minnast hörmunganna í Hirosima og Nakasaki 1945, eins og gert er á hverju ári.
Athöfnin var falleg og hverjum manni hollt að staldra við, taka sér stund frá amstri hversdagsins og hugsa um það sem stríð gerir fólki. Kannski ekki þér (eða hvað?), en svo ótal mörgum í þessum heimi.
Ræðumaður kvöldsins var Guðrún Margrét Guðmundsdóttir og þótti mér ræða hennar kjarnyrt og áleitin. Guðrún er, að ég held, mannfræðingur að mennt og snéri nýlega heim frá Líbanon. Hún talaði af mikilli tilfinningu, ég komst við.
Ég man eftir því að hafa sungið lag sem hét Börn biðja um frið þegar ég var 8 ára í skólakór Laugarnesskóla. Ég skyldi ekki stríð þá og geri það eigilega ekki heldur nú. Þó hef ég lesið mikið um þetta efni, horft á marga innlenda- og erlenda- fréttaþætti og tekið þátt í fjölda rökræðna um stríð og heimsdeilur síðan.
Enn geysa stríð og svo margir eiga um sárt að binda. Fólk sem ekki hefur kosið að taka þátt eða á kost á að komast undan árásum. Ég skil ekki af hverju það er til fólk sem kýs þetta ástand, skil ekki af hverju við leifum þetta.
Einföld og barnaleg?
Ég tók nokkrar myndir af kertafleytingunni og hef sett þær í albúm hér til hliðar.
Athugasemdir
Sjálf ert þú kjarnyrt.
Gunnar Geir (IP-tala skráð) 13.8.2006 kl. 14:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.