Chchchchanges

Allt í gangi.

Ég er á leiðinni í útilegu með systkinunum mínum fráu. Vonast til að sjá þarna um 20 andlit fólks með genamengi skylt mínu.  Einnig um 20 manns sem er það ekki (nema að svo mikli leyti sem við erum jú öll meira eða minn íslensk). Á ég þar við maka systkina minna og aðrar skemmtilegar viðbætur við fjölskylduna. Sem einmitt stækkar sífellt, okkur öllum til yndis og ómældrar gleði. 

Það verður án afa mikið gaman og glens. En þetta mun verða æi fyrsta skipti sem við komum öll saman systkinin síðan að Sigga gifti sig fyrir 4 árum. Eins gott að enginn hætti sökum slakrar veðurspár. Enda er ekkert til sem heitir vont veður, bara misgóður útbúnaður. 

Hvað um það.

Að útilegunni lokinni hefst síðasta vinnuvikan mín á SÆLÓ. Tregabladið að kveðja. 

Svo flýg ég úr landi á vit ævintýranna.

Svo er það bara nýtt jobb og nýtt herbergi í ágúst.  Hvort tveggja spennandi. Herbergisskiptin verða lítið mál. Nýja starfið mun útheimta meiri orku og athygli. En það verður bara gaman, sei sei já. Ég mun í það minnsta bókað læra eitthvað nýtt.  Mér skilst annars að ég verði í unglingadeildinni. Stærra stökk fyrir mig, en um leið kannski kunnuglegra líka sökum fyrri sumarstarfa minna. Annars kemur þetta bara allt í ljós.

Lifa í núinu, lifa í núinu!

Stundum erfitt að lifa í núinu þegar svona margt er að breytast og svona margar ákvarðanir þarf að taka. En það er samt alveg hægt og þessvegna smæla ég bara framan í heiminn. Þannig er líðan mín NÚNA.

(Er þetta bullublogg? Svolítið, ég er sybbin... meira kaffi kannski? Já, held það bara.)  

 

PS: Bendi svo á að ég setti nýjar myndir inn á http://www.flickr.com/photos/gudrunasta

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband