6.8.2006 | 18:28
Fjaran
Ég fór í stutta fjöruferð áðan með mömmu, Siggu, Ingva og Mikael. Það var indælt. Blés nokkuð á okkur en það var bara ágætt að láta djammbullið fjúka út úr hausnum á sér.
Mamma og Sigga tíndu sef af miklum móð á meðan Mikael mokaði krabba-polla í fjöruborðinu. Ég tók myndir og fylgdist með fólkinu mínu.
Mér líður svo vel við sjóinn. Hef alltaf haft hafið í bakgarðinum hjá mér. Held ég hafi samt ekki gert mér grein fyrir því hversu miklu máli það skiptir mig fyrr en ég fór í ferðalag um Suð-austur Evrópu fyrir 2 árum síðan. Við sáum ekki sjóinn í nokkrar vikur. Þegar við nálguðumst hann svo í Thessaloniki þá fannst mér eins og loftið væri ferskara og heilnæmara en það hafði verið fram að þessu í ferðinni. Það rofaði til í huganum og heimurinn varð allur skýrari og fallegri. Lífið blasti við, endalausir möguleikar.
Ég held að ég upplifi einskonar innilokunarkennd viti ég ekki af úthafi einhversstaðar nálægt mér, helst í göngufæri. Kannski er þetta eðli eyjaskeggja. Ég hef allavega heyrt fleiri tala um þetta.
Já, mér þykir vænt um sjóinn samt óttast ég hann líka mikið. Það er af sömu ástæðu. Mér finnst það frelsandi að vita hvað hafið er óendanlega stórt, víðfemt og djúpt, en um leið hræðilegt.
Athugasemdir
Ég styð sjóinn!
Flottar myndir af gífurlega fallegu fólki (og þangi...)!!!
Gunnar Geir (IP-tala skráð) 6.8.2006 kl. 18:43
Sjórinn best í heimi!
Lynja (IP-tala skráð) 7.8.2006 kl. 14:14
Hehe, hér er myndin af Siggu og Ingva. :)
http://www.kuhse.com/images/gw1.jpg
Alli.
Alli (IP-tala skráð) 13.8.2006 kl. 20:03
Hehe, já við vorum einmitt að ræða það, við Sigga, að þetta væri myndin úr Rocky Horror.
Góður Alli ;)
P.s. þín var saknaði í 30 afmælinu í gær!
Guðrún Ásta Tryggvadóttir, 13.8.2006 kl. 22:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.