19.6.2007 | 09:00
Bráðum kemur ekki betri tíð
Viti menn það er bara sumar á Íslandi. Meira að segja 17. júní var rigningarlaus og verandi úti á peysunni. Þetta gleður mitt litla hjarta mikið þar sem ég er hin mesta kuldaskræfa og upplifi jafnt andlega sem líkamlega vesæld í miklum kuldaköstum.
Nóg um það.
Ég hef verið nokkuð duglega að skoða mbl.is undanfarið. Ég verð að segja að ég treysti þessum miðli ekki alveg. Bæði vegna þess að ég tek á hverjum degi eftir svo einföldum innsláttarvillum og þessháttar rugli hjá þeim og svo ekki síðu vegna þess að félagar mínir urðu fyir barðinu á einum blaðamanninum austur í landi. Sá virðist líta á fréttavefinn sem sitt persónulega blog og vann frétt um mótmælendur meira eins og hræðsluáróður. Meira má lesa um þetta hjá brissó.
Annað eru nú bloggararnir sjálfir sem tengja mál sitt og skoðanir inná fréttirnar á vefnum. Segja álit sitt á því sem er að gerast í heiminum. Sumt í góðu lagi, en aðrir eru bara svo miklir vitleysingar að mann verkjar í hausinn af því að lesa upp hugsunarlaust heimskurausið þeirra. Kannksi ég ætti líka bara að hætta því... já ég held ég geri það. Það er heillavænlegra en að bíða þess að moggabloggarar ropi upp einhverri visku eða áhugaverðu innleggi í dægurmálaumræðuna.
Annars er ég bara að vinna í gömlu vinnunni. Hlakka til að hitta allt Tryggvabarna-gengið í útilegu fyrstu helgina í júlí. Einkum og sér í lagi hana Tínu fínu. Svo fer ég til Ísrael að ganga á vatni eins og hann Jesú bróðir minn gerði hérna í denn. Æfi mig nú daglega í því að glenna vel út tærnar til að mótstaðan sé sem mest. ehhh
Eitt að lokum. Háöldruð systir mín var með eitthvað skot á það að enn stendur hér til vinstri að ég sé tuttugu og sex... sem er rangt samkvæmt nýjustu tölum hagstofu. Ég reyndi að breyta þessu en finnst 27 bara svo ljót tala. Leyfi þessu því að standa svona þar til ég er orðin 28.
Athugasemdir
Ég lofa að banna fólki að borða bananana þína.
Brissó B. Johannsson, 19.6.2007 kl. 12:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.