Takk Jesús

Mikið er gott að sofa út.

Gerði það í morgun í fyrsta skipti síðan ég kom heim. OKok, ég á auðvitað ekkert með að kvarta, ný komin úr tveggja mánaða fríi. Er samt þakklát honum Jesús bróður mínum fyrir að senda mér þennan aukafrídag.

Langaði annars bara að benda þeim á það sem ekki vita að Leonard Cohen er mikill snillingur þegar kemur að lagasmíðum og Kanadamaður. Hugsanlega Vestur- Íslendingur, er einhver búin að fletta þessu upp í Íslendingabók?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá, heitir bróðir þinn Jesús og sendir hann frídaga?  Einhver séns að fá að hitta hann?

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 15:24

2 Smámynd: Guðrún Ásta Tryggvadóttir

Ja, hann sendir kannski ekki beinlínis frídaga en getur alveg fengið að hitta hann ef þú vilt.

En hver ertu þú og hvers vegna ertu að lesa bullið mitt?

Guðrún Ásta Tryggvadóttir, 19.5.2007 kl. 14:29

3 identicon

Bara að benda þér á eitt litla systir, þú ert sko ekkert lengur 26 ára reykjavíkurmær. Margan langar að halda lengi í margt, en sumu verður maður að sleppa takinu af, eins og 26... hihihihi.

Sigga stóra systir (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband