Þá er komið að því

 Elsku Gunni og Soffía og hinir sem kunna að rata hingað hinn,

 nú er ekki nema einn og hálfur sólarhringur þar til ég legg upp í langferð mína.  Ég verð ein á ferð, sem var reyndar ekki planið þegar farmiðinn var keyptur en það mun ekki koma að sök. 

Ég byrja á því að fljúga til London og þar sem enn verða 10 tímar í flugið til Bangkok, þegar ég lendi í Englandi, þá ætla ég að fara inn í borgina. Ég á stefnumót við vini mína, Marysu og Dave, og eru þau búin að skipuleggja góða dagskrá fyrir þennan sunnudag.

Ég kvíði 11 og hálfs tíma flugi til Bangkok svolítið. Ég á ekki svo gott með að sitja lengi kyrr. Ég hef hins vegar með mér alls kyns meðöl við leiðindum. Bækur um fyrirheitna landið ber þar helst að nefna. Ég luma þó einnig á pillum sem eiga að hjálpa mér að sofna, sem er nauðsynlegt því ég get sjaldnast fest svefn í farartækjum.

Ég er svo heppin að mín bíður móttökunefnd í Bangkok. Jæja, móttökunefnd er líklega ýkjur. Einn maður verður seint kallaður nefnd, eðlilegra að tala um móttökufulltrúa. Ég veit svo ekki alveg hvað tekur við eftir að ég mæti  fulltrúanum, finnst sennilegt að stefnt verði beint á hótelið og í ljúfan svefn. En þið fáið líklega að heyra allt um það seinna. 

Dagskráin fram að brottför en nú nokkuð þéttskipuð en það er bara gaman. 

Fleira hef ég svo sem ekki að segja í bili... enda bæld og fámál kona að eðlisfari.

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góða ferð! Þetta á eftir að vera meiriháttar

Soffía (IP-tala skráð) 3.3.2007 kl. 14:14

2 identicon

Gaman, gaman. Jibbíkóla.

Gunnar Geir (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband