Ég fer í fríið

Jújú Soffía, það er löngu kominn tími á blogg. 

Ég er búin að kaupa farmiða. Ég flýg til Bangkok 4. mars og kem aldrei til baka.... eða kannski kem ég í maí, til að halda uppá afmælið mitt, en þú verður þá að baka köku.

Ég fer ein til útlandanna. Ég er svolítið hrædd við það en veit að þetta er eitthvað sem ég verð að gera og mun læra heilmikið á. Ég er ekki búin að gera mikil ferðaplön en ætla að skoða mig eitthvað um í Tælandi og líklega líka Kambódíu og Víetnam. Svo ætla ég að heimsækja Soffíu í Taiwan. Einu smáatriðin sem eru komin á planið eru að ég ætla að fara í nudd og ég ætla að prófa að kafa. Vonandi losna ég líka við exemisógeðið.

Þetta með köfunina er mikil áskorun fyrir mig því ég er hrædd við dýpi hafsins. Ég er sannfærð um að hákarlar munu éta mig eða risakolkrabbi fangi mig og búi mér vota gröf. Þessi för snýst hins vegar öll um að ég horfast í augu við ótta minn og er þetta mikilvægur hluti af því.

Ég mann ekkert fleira að segja því ég er þreytt og langar heim og svo er ég meira gefin fyrir bein samskipti en svona bloggedíbloggraus. Þeir sem kæra sig um meiri upplýsingar er kvattir til að hafa samband í síma eða í gegnum tölvupóst gunnamin@googlemail.com

 

Computer beem me out.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Langþráð blogg. Ég baka enga köku handa þér í Mai nema þú verðir stödd í Taívan. Ég skal splæsa köku á yndislegu veitingahúsi í Taicung hvaða dag ársins sem er.

Ég hef engar áhyggjur af því að hákarlar eti mig þegar ég kafa. Ég er handviss um að háhyrningur geri mig að máltíð sinni. Allt kemur með fórnarkostnaði og köfun er alveg þess virði.

Soffia

soffia (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 16:06

2 identicon

Ekki gleyma ollum krokodilunum. Aetli thu snorklir ekki fyrst samt? Budu ther til vaeningar en ekki plon eins og thu hefur gert. peace out.. Gunnar

Gunnar Geir (IP-tala skráð) 27.1.2007 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband